45. fundur
fjárlaganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 27. apríl 2017 kl. 13:00


Mættir:

Haraldur Benediktsson (HarB) formaður, kl. 13:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) 1. varaformaður, kl. 13:00
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ) 2. varaformaður, kl. 13:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 13:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:00
Eygló Harðardóttir (EyH) fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur (SilG), kl. 13:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 13:00
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 13:00
Páll Magnússon (PállM), kl. 15:38

Njáll Trausti Friðbertsson vék af fundi kl. 14:11 og kom til baka 14:25. Njáll Trausti Friðbertsson vék af fundi kl. 15:38 og kom Bryndís Haraldsdóttir í hans stað.

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 402. mál - fjármálaáætlun 2018--2022 Kl. 13:00
Til fundar við nefndina komu eftirfarandi gestir:
Kl. 13:00. Björg Björnsdóttir og Sigrún Blöndal frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi
Kl. 13:50. Einar Jón Pálsson og Berglind Kristinsdóttir frá Samtökum sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Kl. 14:40. Stefán Vagn Stefánsson, Guðný Hrund Karlsdóttir, Elín Jóna Rósinberg, Sigríður Svavarsdóttir, Adolf H. Berndsson, Valgarður Hilmarsson og Björn Líndal Traustason frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Kl. 15:30. Ármann Kr. Ólafsson og Páll Guðjónsson frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess Eyj­ólf­ur Árni Rafns­son verkfræðingur og kynnti borgarlínuna.
Gestirnir lögðu fram erindi sem þeir kynntu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 16:58
Rætt var um samræmingu á umsögnum fastanefnda um fjármálaáætlunina. Lögð var fram umsögn meiri hluta fjárlaganefndar um 106. mál, um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak o.fl. Ákveðið var að Hanna Katrín Friðriksson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir leituðust við að samræma framlagðar umsagnir þannig að nefndin legði fram eina umsögn. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 17:03
Fundargerð 44. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 17:04